Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 505 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?

Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað aðgreinir tónlist frá hávaða?

Sennilega hefðu Evrópubúar 19. aldar átt mun auðveldara með að svara þessari spurningu heldur en ég árið 2004. Nútímamenn eru örugglega ekki sammála um svarið og má búast við að margir myndu svara spurningunni allt öðruvísi en ég. Árið 1850 hefði svarið væntanlega hljóðað eitthvað á þá leið að tónlist væri annaðhv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Dauðahafið svona salt?

Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar. Sólarlag við Dauðahafið. Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag h...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?

Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig byrja ævintýri?

Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?

Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconFornleifafræði

Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?

Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...

category-iconHugvísindi

Hvað var Rauðsokkahreyfingin?

Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...

Fleiri niðurstöður