Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1195 svör fundust
Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?
Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...
Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...
Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað?
Helga Rut Guðmundsdóttir er dósent í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynjunar og tónlistarþroska barna. Helga Rut er menntuð sem tónmenntakennari en lauk síðar meistara- og doktorsprófi í tónlistarmenntunarfræðum frá McGill-háskóla í Kanada....
Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?
Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni. Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna. Nokkrar greinar hafa b...
Hvenær var Þales fyrst kallaður heimspekingur?
Spurningin í heild sinni var svona:Í svari vefjarins við spurningu um Þales frá Míletos segir: „Heimspeki er iðja sem menn hafa stundað, að því er vestræn menningarsaga hermir, í 2500 ár, með 1000 ára hléi yfir hörðustu miðaldir. Þessi iðja varð til í Grikklandi hinu forna. Fyrsti heimspekingurinn er talinn Þales ...
Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...
Hvað er sýndarveruleiki?
Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...
Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...
Hvernig virka erfðapróf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...
Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Mig hefur alltaf langað að vita hvort það væru einhver veður á norðurpólnum? Er bara frost og logn en aldrei vindur? Af hverju myndast allur þessi ís?Ólíkt því sem er á suðurskauti jarðar er ekkert meginland á norðurheimskautinu, heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. ...
Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendi...
Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?
Þessi spurning er af þeirri gerð sem sumir mundu svara með setningum eins og "Af því bara" eða með spurningu á móti: "Af hverju ekki?" En þegar betur er að gáð er vert að fara um hana nokkrum orðum. Við spyrjum venjulega út í hlutina þegar eitthvað kemur okkur á óvart, er öðruvísi en við héldum að það væri. Það...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hvað þýðir orðasambandið per se?
Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...
Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...