Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um átak og gagntak, eins og allir hlutir.
Það ruglar nokkuð alla umræðu um um segla, að hugtakið segulskaut (póll) er notað í tveim mismunandi merkingum. Annars vegar er átt við tvo punkta inni í seglinum sem eru skilgreindir (á svipaðan hátt og massamiðja hlutar) sem nokkurs konar meðal-staðsetningar norður- og suðurpóla í efninu. Legu þessara punkta er best að reikna út frá mælingum á því segulsviði sem segullinn veldur í mikilli fjarlægð.
Hins vegar er hugtakið segulskaut líka notað um þá staði á segli þar sem segulsviðið stefnir lóðrétt á yfirborð hans, ef maður er að skoða sviðið mjög nálægt þessum yfirborðum.
Efnum sem notuð eru í segla má í grófum dráttum skipta í tvennt: segul-hörð efni og segul-lin efni, og má líta á báðar tegundir sem samsettar úr mjög mörgum smá-segulnálum. Í hörðu efnunum (sem ýmis járnoxíð tilheyra meðal annars) verður styrkur hvers slíks smáseguls fyrir litlum áhrifum frá öðrum smáseglum í efninu og segulsviðum utan að frá. Í linu efnunum, svo sem hreinu járni, eru þessi áhrif hins vegar mikil.
Úr segul-hörðum efnum er vel hægt að búa til holkúlur þar sem eru mörg norður- og suðurskaut (samkvæmt síðari skilgreiningunni á segulskautum hér á undan) bæði á ytra borðinu og því innra. Meðal-segulskautin (samkvæmt fyrri skilgreiningunni) á slíkri holkúlu verða hinsvegar bara tvö og snúa bæði út, beint hvort á móti öðru.
Leó Kristjánsson (1943-2020). „Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2997.
Leó Kristjánsson (1943-2020). (2003, 13. janúar). Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2997
Leó Kristjánsson (1943-2020). „Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2997>.