Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1580 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?

Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir séð sig í spegli?

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?

Orðasambandið að halda á spöðunum er í nútímamáli aðallega notað í merkingunni ‘keppast við eitthvað, halda kappsamlega áfram við eitthvert verk’. Ef litið er í seðlasafn Orðabókar Háskólans má sjá að eldri mynd orðasambandsins er að hafa eitthvað á spöðunum og á Orðabókin elst dæmi um það frá síðari hluta 18. ald...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sjórinn mörg prósent af flatarmáli jarðar?

Yfirborð jarðar er um 510.072.000 km2 að flatarmáli. Þar af er þurrlendi 148.940.000 km2 eða 29,2% en 361.132.000 km2 eða 70,8% eru undir vatni, að langmestu leyti sjó. Um 71% yfirborðs jarðar er þakið sjó. Heildarrúmmál vatns á jörðinni er um 1.386.000.000 km3 og eru um 97% þess salt vatn eða sjór. Ferskva...

category-iconHugvísindi

Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?

Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?

Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru. Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi út...

category-iconLífvísindi: almennt

Hví má ekki borða hráan kjúkling?

Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta sm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er þversumma?

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?

Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...

category-iconHeimspeki

Hvað er sannleikur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?

Húsbréf eru skuldabréf sem Íbúðalánasjóður gefur út. Þau eru ýmist til 25 eða 40 ára og bera fasta vexti auk verðbóta. Áður voru húsbréf gefin út á pappír en nú eru þau rafræn. Þau eru skráð í Kauphöll Íslands og ganga kaupum og sölu eins og hver önnur verðbréf. Hægt er að kaupa og selja þau fyrir milligöngu ýmiss...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?

Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...

category-iconLæknisfræði

Hvað er slitgigt?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir) Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig stækka vöðvarnir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...

Fleiri niðurstöður