Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5066 svör fundust
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Ég heyrði því fleygt að það væri ekki málfræðilega rangt að segja "mjúkastur" og "góðastur", heldur væri þetta gömul og úrelt stigbreyting orðanna?
Í málfræðibókum yfir forna málið er hvergi minnst á að orðið mjúkur sé án hljóðvarps í miðstigi og efsta stigi. Sama gildir um góður að eingöngu er getið miðstigsins betri og efsta stigsins bestur. Í bók Björns Karels Þórólfssonar, Íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, þar sem rætt er um breytingar á orðmyndum frá...
Er andlit á reikistjörnunni Mars?
Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga. Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja a...
Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?
Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...
Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumv...
Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?
Hægt hefur verið að græða sjálfvirka insúlíndælur inn í sykursjúka að minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Þetta er þó sjaldan gert og þykir ekki betri kostur en að sprauta sig 4 sinnum á dag eða að hafa tölvustýrða dælu utan á líkamanum. Gallinn við þessar sjálfvirku dælur er að enn hefur ekki tekist að láta þær mæla...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...
Hver var Ptólemaíos frá Alexandríu og hvert var framlag hans til stjörnufræðinnar?
Heimildir um ævi Kládíosar Ptólemaíosar og persónu hans eru mjög af skornum skammti og er helst að menn geti ályktað út frá því sem hann tilgreinir um stað og tíma vegna athugana sinna. Samkvæmt því er vitað að hann gerði athuganir sínar í Alexandríu í Egyptalandi og líklegt að hann hafi verið uppi frá um 100 til ...
Hvernig er hægt að sanna að 1=2?
Það má gera á ýmsa vegu. Til dæmis má nefna þennan: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst með einfaldri margföldun á jöfnunnia2 = abÞað er jafngilta2 - b2 = ab - b2sem er aftur jafngilt(a-b)(a+b) = b(a-b)Það er jafngilta+b = bEf við rifjum nú upp að a = b fáum við 2...
Hver er sjálfum sér næstur?
Við höfum eftir áreiðanlegum heimildum að niðurstöður nýjustu rannsókna með fullkomnustu mælitækjum gefi til kynna að svarið við þessari spurningu sé hver og einn en hvor mun vera um 2 mm frá sjálfum sér. Einnig höfum við af því spurnir að fáeinir, sumir, ýmsir og jafnvel allir hafi náð allgóðum árangri, eða innan...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...
Af hverju nennir fólk að læra svona mikið?
Auðvitað nenna ekki allir að læra mikið, en allmargir eru það þó. Þetta sést glöggt á þeim gífurlega fjölda heimsókna sem Vísindavefurinn fær í hverri viku. Hvað drífur þetta fólk áfram? Eflaust eru ástæðurnar margar og margþættar. Sumir læra aðallega af skyldurækni, til dæmis til að fá klapp á bakið eða slepp...
Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...
Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?
Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...
Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?
Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...