Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 50 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...
Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?
Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....
Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...
Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?
James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...
Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?
Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...
Hvað er óreiða í stærðfræði?
Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...
Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?
Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...
Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...
Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?
Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...
Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er og hvaða merkingu það hefur að hafa erfðaefni frá neanderdalsmönnum í sér? Homo sapiens er komin af stórri fjölskyldu manntegunda sem skildust frá sameiginlegum forföður okkar og simpansa fyrir fjórum til fimm milljón...
Hvaða áhrif getur landslag haft á myndun tegunda?
Hugtakið tegund (e. species) er mikið notað í daglegu tali. Í líffræði er tegund grunneining þess sem kallað er flokkunarfræði, en hún fjallar um skyldleika lífvera og skipan þeirra í ættartré. Það er erfitt að skilgreina tegund og hafa margar ólíkar skilgreiningar verið settar fram, hver með sína styrkleika og ve...
Hvers virði er mannslíf?
Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...
Hvernig mun veiran sem veldur COVID-19 þróast?
Veirur eru breytilegar. Munur er á gerðum, að hluta til vegna erfða, og þær fjölga sér misjafnlega hratt. Af því leiðir að veirur munu þróast vegna náttúrulegs vals. Ef samkeppni er milli veiruagna, sem hlýtur óhjákvæmilega að vera því fjölgunargetan er gríðarlega mikil, þá munu þær aðlagast og öðlast eiginleika s...
Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?
Peningamagnshyggja (e. monetarism) er kenning sem rökstyður að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Á þennan hátt er peningamagnshyggjan í raun náskyld peningamagnskenningunni sem oft er kennd við klassísku hagfræðina. Peningamagnshyggjan og endurreist peningamagnskenning á seinni hlu...