Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 767 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

category-iconEfnafræði

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

category-iconHugvísindi

Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?

Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða blóðflokkur er það sem nýta má til blóðgjafar fyrir alla blóðflokka?

Þegar hefur verið fjallað nokkuð ítarlega um blóðflokkana hér á Vísindavefnum í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunum Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? Úr því svari má lesa að fólk í O-flokki myndar ekki mótefnisvaka og því er blóði sem það gefur sjaldnast hafna...

category-iconJarðvísindi

Úr hverju er möttull jarðar?

Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni. Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum s...

category-iconEfnafræði

Hvað er bór?

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)

Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar. ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Rangá í Rangárvallarsýslu þessu nafni, rennur hún eitthvað öfugt eða rangt?

Rangár eru nokkrar á landinu:Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu (Dalasýsla, 34). Á í Ljósavatnshreppi (ÁM og PV Jarðabók XI, 116 o. víðar). Á suður af Bárðardal (Þingeyjarsýslur, 98). Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. (Land...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?

Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...

category-iconUmhverfismál

Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?

Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...

category-iconJarðvísindi

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...

category-iconHeimspeki

Hvað er frumspeki?

Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...

Fleiri niðurstöður