Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 42 svör fundust
Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?
Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...
Hvað er tími?
Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?
Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...
Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?
Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...
Hvað er frumspeki?
Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...
Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?
Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...
Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...