Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6089 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er hægt að reikna út afföll á húsbréfum út frá tölum um ávöxtunarkröfu?

Svarið við þessari spurningu kemur fram í bókinni Verðbréf og áhætta sem gefin var út af VÍB og sem er að finna á rafrænu formi á vefsetri VÍB. Við birtum svarið hér með góðfúslegu leyfi VÍB. Reiknireglan fyrir gengi húsbréfa er þessi (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu af henni): Hér má svo sjá dæmi u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?

Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er strengjafræði?

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?

Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um þróun fiska?

Tilkoma fiska markar einnig upphaf hryggdýra á jörðinni. Í svonefndum Burgess-steingervingalögum fannst lítið dýr frá kambríumtímabilinu sem hlotið hefur nafnið Pikaia. Þetta dýr var smávaxinn hryggleysingi og að öllum líkindum forfaðir hryggdýra nútímans. Pikaia hafði svonefnda seil sem er baklægur styrktarstreng...

category-iconLæknisfræði

Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?

Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju er forsögu mannsins skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju er sögunni skipt upp í tímabil eins og steinöld, bronsöld og járnöld og hvenær byrjuðu menn á þessu? Það er hentugt að gefa ákveðnum tímabilum nafn svo hægt sé að tala um þau. Fræðimenn reyna oft að greina megindrætti lengri eða styttri tímabila og skipta þ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða eitur er í sveppunum sem fundust í Kjarnaskógi nýlega og hver eru einkenni eitrunarinnar?

Eiturefnið tilheyrir flokki sem heitir amatoxín. Efni í þeim flokki finnast í sveppum og eru skaðleg fyrir lifrina. Í slæmum tilfellum getur maður fengið lifrarbilun og dáið ef ekki er hægt að framkvæma lifrarflutning. Ef einkenni koma fram, sem þau gera ekki alltaf, eru þau magaóþægindi, ógleði, uppköst og/eða ni...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...

category-iconLangholtsskóli

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?

Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?

Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?

Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...

Fleiri niðurstöður