Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 247 svör fundust
Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?
Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...
Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?
Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...
Hverjir voru guðir Egypta til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...
Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?
Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...
Á plánetan Plútó systurplánetu/-hnött?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...
Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?
Vísindavefnum hafa borist margar fyrirspurnir um Demókrítos og hér verður því reynt að svara einnig eftirfarandi spurningum: Hver er hluti Demókrítosar í sögu eðlisfræðinnar? (Valgerður Kristmannsdóttir, f. 1988) Mig vantar eitthvað um Demókrítos og ekki væri verra að fá mynd. (Valgerður Jóhannesdóttir, f. 19...
Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?
Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...
Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...
Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?
Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...