Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1584 svör fundust
Er orðið ógnanir til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...
Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?
Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...
Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?
Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...
Hvaðan kemur heitið landi á heimabruggi?
Orðið landi hefur sennilega orðið til á bannárunum á fyrri hluta 20. aldar þegar óheimilt var að flytja inn og selja áfengi. Vissulega var bruggið einnig óheimilt en margir stunduðu það samt og landabruggun fór víða fram. Orðið landi um heimagert, ólöglegt áfengi, vísar sennilega til þess að það var innlent. Dæ...
Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?
Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...
Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?
Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...
Hvað er dýpsta vatn á Íslandi og hvað er það djúpt?
Fremst á myndinni er Víti, lítið stöðuvatn sem er alltaf heitt. Dýpsta stöðuvatn á Íslandi er Öskjuvatn. Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Öskjuvatn er í Öskju í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru í Ódáðahrauni á hálendinu. [Athugasemd frá ritstjórn, 26.4.2011: Nú telst Jökulsárlón vera dýpsta vatn á Íslandi. Þet...
Er það rétt að mun fleiri karlar en konur hafi fæðst eftir síðari heimsstyrjöld þangað til jafnvægi var náð milli kynjanna?
Spurningin öll:Er það rétt að eftir síðari heimsstyrjöld hafi fæðst mun fleiri karlar en konur þangað til jafnvægi hafi verið náð milli kynja eftir þá fækkun karlmanna sem eðlilega var í heimsstyrjöldinni? Hver er skýringin ef þetta er rétt (ágætt væri að fá guðfræðilega jafnt sem náttúrufræðilega skýringu).Svarið...
Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...
Er það satt að kettir fæðist kynlausir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er það satt að kettir fæðast kynlausir (smá rifrildi í gangi hérna)?Kettir fæðast ekki kynlausir frekar en önnur spendýr. Kynferði kettlinga ákvarðast af kynlitningum líkt og kynferði barna og annars ungviðis spendýra. Röntgenmynd af kettlingafullri læðu. Eggfruma læðunna...
Hefur blikönd orpið á Íslandi?
Blikönd (Polysticta stelleri) hefur aldrei orpið á Íslandi svo vitað sé. Eitt tilvik er þekkt þar sem bliki var í æðarvarpi við Hnjót í Örlygshöfn, paraður við æðarkollu. Annar bliki sást oft með straumöndum (Histrionicus histrionicus) í Borgarfirði, en sá var aldrei paraður. Blikendur sjást reyndar öðru hvoru ...
Gáta: Trukkurinn á brúnni
Stór trukkur er á leið yfir brú. Brúin ber einungis 7000 kg og engu máli skiptir hvar bíllinn er staðsettur, brúin mun alltaf þola sömu þyngd. Trukkurinn er hins vegar nákvæmlega 7000 kg og getur þannig keyrt út á brúna vandræðalaust. Brúin er heldur löng, um 50 km. Enginn annar bíll né nokkuð annað er á ferð um b...
Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?
Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...
Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?
Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þ...
Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?
Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...