Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7385 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?
Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagsleg...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Hver var Galíleó Galíleí?
Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...
Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?
Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...
Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?
John von Neumann (1903-1957) var með eindæmum afkastamikill vísindamaður. Þótt hann væri fyrst og fremst stærðfræðingur og afkastaði miklu í þeirri grein þá liggja einnig eftir hann verk á fjölmörgum öðrum sviðum sem hvert og eitt myndu líklega duga til að halda nafni hans uppi. Sá sem hér styður á lyklaborð hefur...
Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...
Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?
Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...
Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?
Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...
Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?
Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...
Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?
Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...
Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?
Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...
Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?
Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...
Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?
Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...
Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...