Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 332 svör fundust
Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...
Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?
Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...
Hvað er stóuspeki?
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?
Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú. María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt ...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...
Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?
Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...
Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?
Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindal...
Hver er ævisaga Bobs Marleys?
Bob Marley eða Robert Nesta Marley eins og hann hét fullu nafni, fæddist 6. febrúar 1945 á eyjunni Jamaíku í Karabíska hafinu. Þekktastur er hann fyrir framlag sitt til reggítónlistar, en hann gerði lög eins og 'No woman no cry' og 'I shot the sheriff' ódauðleg. Faðir Marleys var hvítur plantekrustjóri að nafni...
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...