Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 243 svör fundust
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...
Hver var Roger Bacon og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nafn Rogers Bacon (1214–1292) ber oftast á góma í sömu andrá og nöfn heimspekinga og vísindamanna frá Bretlandseyjum sem áttu þátt í að skapa þá vísindalegu aðferðafræði sem við þekkjum í nútímanum. Hann og nafni hans Francis Bacon (1561-1626) eru þá gjarnan nefndir sem nokkurs konar andlegir feður þeirrar þekking...
Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?
Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...
Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?
Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...
Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?
François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...
Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...
Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?
Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...