Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1541 svör fundust
Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?
Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti...
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?
Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar. Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbó...
Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?
Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...
Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?
Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hef...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?
Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...
Hver er helsta fæða laxa í hafinu?
Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska. Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegund...
Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?
Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum f...
Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?
Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Karl Helgason stundað?
Jón Karl Helgason er prófessor í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað viðtökusögu íslenskra fornbókmennta, menningarlega þjóðardýrlinga í Evrópu, sjálfsögur, og ýmsar forvitnilegar hliðar á íslenskri menningarsögu tuttugustu aldar. Á síðustu árum...
Hversu algeng eru ristilkrabbamein?
Krabbamein í ristli eru um 7% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru þriðja algengasta dánarorsök hjá krabbameinssjúklingum á Íslandi. Þessi krabbamein eru heldur algengara hjá körlum en konum. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 23,...
Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?
Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...
Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?
Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðu...
Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?
Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...