Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1062 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?

Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...

category-iconEfnafræði

Hvað er vetni?

Vetni er frumefni og hefur efnatáknið H. Sætistala þess í lotukerfinu er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar það binst súrefni myndar það vatn sem við táknum með H2O. Vetnisgas er táknað með H2 en þar eru tvær vetnisfrumeindir bundnar saman. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?

Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?

PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á b...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar hátalari?

Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...

category-iconJarðvísindi

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?

Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?

Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?

Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...

category-iconHeimspeki

„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?

Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

Fleiri niðurstöður