Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 836 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?

Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli? Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur sama...

category-iconLandafræði

Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?

Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að vera snöfurmannlegur?

Lýsingarorðið snöfurmannlegur merkir 'hvatlegur, snöggur, röskur’. Það er náskylt orðinu snöfurlegur ‘snar, snarlegur’ sem þekkist þegar í fornu máli. Sama er að segja um orðið snöfurleiki ‘snerpa, skerpa’. Það er einnig gamalt í málinu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:924–925) er or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?

Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, segir um upphrópunarmerki:Upphrópunarmerki má setja á eftir einstökum orðum eða málsgreinum sem fela í sér upphrópun til að koma til skila fögnuði, skipun, kveðju, fyrirlitningu, undrun o.fl. (bls. 730).Dæmi sem gefin eru: Þvílík heppni!, Upp með hendur!, Góðan da...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?

Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna h...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnið Sandgerði?

Sagt er að Sandgerði og Uppsalir hafi verið ein jörð en síðan skipst. Talið er að þar hafi verið byggt fyrst á fyrstu áratugum byggðar í landinu (Landið þitt Ísland IV:12). Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er sagt að sjór og sandur brjóti nokkuð á túnin (III:59). Sandgerði. Nafnið er auðs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er léttasta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Hún er aðeins um 2 g að þyngd og 29-33 mm á lengd frá trýni að afturenda. Lesa má meira um þessa agnarlitlu leðurblöku í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?

Samkvæmt seðlasöfnum Orðabókar Háskólans virðist orðatiltækið að sýna einhverjum í tvo heimana vera til að minnsta kosti frá 18. öld en elsta dæmið er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðasambandið virðist orðið algengt á 19. öld og frá svipuðum tíma er sambandið að sýna einhverjum í báða heimana...

Fleiri niðurstöður