Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 273 svör fundust
Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?
Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...
Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?
Tríton með Neptúnus í baksýn Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga rétt...
Hvað er skollakoppur?
Skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis, e. green sea urchin) er annað af tveimur algengustu ígulkerjunum á íslensku grunnsævi. Hin tegundin er marígull (Echinus esculentus, e. common sea urchin). Ígulker eru af fylkingu skrápdýra (Echinodermata) eins og sæbjúgu (Holothuroidea), krossfiskar (Asteroidea) og...
Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...
Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...
Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu, er óhætt að borða sushi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu? Ef svo er við hvaða frost? Hér er ég aðalega að hugsa um sushi. Í svari við spurningunni Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi? er fjallað um hringorma sem finnast í sjávarfiskum hér við land: Lirfur nokkurra...
Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?
Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...
Hver fann upp á því að reikna rúmmál og ummál?
Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi v...
Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?
Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Hvað getið þið sagt mér um hafís?
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni. Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast þá lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi. ...
Hvaða gas var notað í loftskip?
Til þess að loftbelgur eða annað ílát geti lyfst frá jörð þarf hluturinn í heild að vera léttari en loftið sem hann ryður frá sér. Það er lögmál Arkímedesar sem segir til um þetta. Umbúðirnar eru þyngri í sér en loft, svo og burðarkörfur og farmur sem ætlunin er að lyfta. Því þarf gasið í loftbelgnum eða loftskipi...
Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?
Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg. Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. ...
Hvernig var 9. sinfóníu Beethovens tekið á sínum tíma og af hverju er hún svona fræg?
Í lokakafla 9. sinfóníu Beethovens er kvæði Friedrich Schillers (1759-1805), Óðurinn til gleðinnar, flutt af söngvurum. Þegar 9. sinfónían var frumflutt höfðu einsöngvarar og kór aldrei stigið á svið í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“ og sýndist sitt hverjum um uppátækið. Minnismerki um Ludwig van Beetho...