Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 361 svör fundust
Hvað er lágþrýstingur?
Yfirleitt er lágþrýstingur miðaður við efri mörk blóðþrýstings lægri en 90 mm Hg (millimetrar kvikasilfurs) eða lægri mörk blóðþrýstings lægri en 60 mm Hg. Ástæður fyrir lágþrýstingi geta verið allt frá ofþornun vegna vökvaskorts í líkamanum til vandamála sem tengjast því hvernig heilinn sendir boð til hjartans um...
Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?
Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...
Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...
Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé? Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vega...
Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?
Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi b...
Af hverju dó tasmaníutígurinn út?
Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...
Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?
Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...
Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...
Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?
Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru: Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi. Fjöldi í hverri kynslóð. Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulu...
Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...
Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?
Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...
Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?
Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...
Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?
Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma. Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð ...
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?
Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...