Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?
Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?
Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...
Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?
Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...
Hvað er flasa?
Flasa (pityriasis capitis) myndast þegar meira en eðlilegt magn af dauðum húðfrumum flagnar af höfuðleðrinu. Of mikil húðfeitiframleiðsla er stundum samfara flösu og er þá talað um fituflösu. Sum flösueinkenni eru þau sömu og fylgja svokölluðu flösuþrefi (seborrheic dermatitis) og eru báðir kvillar oft meðh...
Hvaða stafir eru í stafalogni?
Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’. Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er ...
Eru til sérstök nöfn á nóttum?
Nóttum hafa ekki verið gefin nein sérstök nöfn í íslensku. Talað er um sunnudagsnótt, mánudagsnótt, þriðjudagsnótt, o.s.frv. og er þá átt við aðfaranótt næsta dags. Sunnudagsnótt er þannig aðfaranótt mánudags. Málverkið Stjörnubjört nótt sem Vincent van Gogh málaði í júní 1889. Í öllum germönskum málum eiga da...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...
Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...
Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?
Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...
Voru María Magdalena og María mey sama konan?
Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...
Hvað er átt við þegar eitthvað „skíðlogar“? Hvað þýðir þetta skíð?
Hvorugkynsorðið skíði, í eldra máli skíð, merkir ‛klofinn viður, viðarflettingur, viðarbútur’. Þegar eldur er kveiktur er meðal annars notast við skíði og þegar eldurinn logar glatt er talað um að það skíðlogi, það er logar vel í skíðunum. Það skíðlogar þegar vel logar í skíðunum.. Hvorugkynsorðið skíð...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Hvað eru tíu mílur margir km?
Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...