Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...
Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?
Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....
Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?
Edda Sif Pind Aradóttir er teymisstjóri framtíðarsýnar og nýsköpunar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur og verkefnisstjóri CarbFix-loftslagsverkefnisins. Rannsóknir hennar miða einkum að þróun iðnaðarlausna sem lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti og sjálfbærri nýtingu jarðhita. Ein leið til að læ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?
Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áh...
Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...
Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?
Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...
Hvaða kona er á svissneskum myntum?
Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...
Er eitthvað alvörufjall í Hollandi og hvað er mikið af landinu undir sjávarmáli?
Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land að...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?
Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...
Hvernig virka vindmyllur?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er rafmagn búið til úr vindi? Hvernig eru vindmyllur gerðar? Í einföldu máli þá virkar vindmylla á öfugan hátt við viftu. Í staðinn fyrir að nota rafmagn til að búa til vind þá er vindur notaður til að búa til rafmagn. Vindurinn kemur hreyfli á snúning og hreyfillinn...
Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á s...
Hvað er popúlismi?
Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...