Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1208 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var síðasta setning Fermats?

Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...

category-iconLæknisfræði

Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?

Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?

Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?

Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...

category-iconNæringarfræði

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...

category-iconLífvísindi: almennt

Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna myndast ekki árhringir í trjám sem vaxa nálægt miðbaugi jarðar þar sem veðufar er stöðugt og vaxtarskilyrði nánast hin sömu allt árið? Á öllum landsvæðum heimsins þar sem árstíðarbundnar sveiflur eru í veðurfari (sumar - vetur) mynda trén árlega hringi í viðarvext...

category-iconUndirsíða

Vefmæling og notkun á vefkökum

Vísindavefur Háskóla Íslands notar Piwik til vefmælinga. Við hverja komu inn á Vísindavefinn eru atriði eins og tími, dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis, skráð. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, til dæmis um það efni sem notendur sækjast mest ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður fullnægingu?

Sóley Bender hefur fjallað nokkuð um kynlíf á Vísindavefnum, meðal annars svarað spurningunum Hvað er fullnæging? og Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu? Í fyrra svarinu segir hún meðal annars: Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safna...

category-iconJarðvísindi

Hvað er granít og hvernig myndast það?

Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?

Já, við röntgenmyndatöku eru notaðir röntgengeislar sem geta smogið gegnum mannslíkamann og raunar ýmislegt fleira. Sú staðreynd að þeir smjúga misjafnlega vel í gegnum efni er einmitt ástæðan fyrir því að til verður mynd. Röntgenmynd sýnir mynstur sem orðið er til í röntgengeisla þegar hann hefur ferðast í gegnum...

Fleiri niðurstöður