Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconLæknisfræði

Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?

Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Einkenni gera vart við sig þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans. Við stöðugan kransæðasjúkdóm eru þau í fyrstu aðallega tengd áreynslu eða álagi. Einkenni geta þó líka verið almen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Í þessu svari er tveimur spurningum svarað: Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...

category-iconStærðfræði

Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?

Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...

category-iconÞjóðfræði

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?

Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

category-iconHugvísindi

Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?

Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða. Hermenn að troða marvaða. Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu ...

category-iconHugvísindi

Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?

Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconLæknisfræði

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja „það á eftir að leysa málið” eða „það er eftir að leysa málið”?

Orðasambandið að eiga e-ð eftir er notað um að hafa ekki lokið einhverju. Til dæmis „ég/það á eftir að leysa málið,” það er málið hefur enn ekki verið leyst en verður hugsanlega leyst síðar. „ég/það á eftir að vökva blómin”, „ég/það á eftir að kaupa í matinn”. Orðasambandið að vera eftir merkir 'vera ónotaður, ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...

category-iconVísindavefurinn

Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?

Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu. Svarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum...

Fleiri niðurstöður