Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 308 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir félagsráðgjafi?

Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka ...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?

Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?

Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...

category-iconSálfræði

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

category-iconSálfræði

Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?

Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

category-iconSálfræði

Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?

Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannsakað?

Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og formaður stjórnar MPM-náms skólans. Hann hefur komið að margþættum rannsóknum á sviði stjórnunarfræða og er meðhöfundur sex bóka á íslensku (JPV) og fimm bóka á ensku (Routledge/Taylor and Francis). Haukur hefur meðal annars átt í ranns...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eldumst við?

Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...

category-iconUmhverfismál

Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?

Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til andþyngdarafl?

Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju? Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margví...

Fleiri niðurstöður