Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 207 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?
Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...
Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...
Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?
Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað all...
Hvað er jáeind?
Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...
Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...
Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?
Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi? Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa á...
Hvað er skáldskapur?
Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...
Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?
Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...
Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?
John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...
Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?
Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...
Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...