Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 193 svör fundust
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?
Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...
Hvaða máli skiptir votlendi?
Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?
Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...
Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?
Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...
Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?
Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...
Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?
Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...
Hvað er lífeindafræði?
Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...
Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?
Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...
Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?
Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...
Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?
Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...
Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?
Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...
Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?
Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...
Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...