Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 38 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

Frá sjónarhóli þróunarfræðinnar eru prímatar eða mannapar afar ungur hópur spendýra. Talið er að fyrstu "sönnu" prímatarnir hafi komið fram á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára eða stuttu eftir að risaeðlurnar dóu út. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?

Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Nikolaas Tinbergen og hvaða rannsóknir stundaði hann á atferli dýra?

Niko Tinbergen (Nikolaas Tinbergen) fæddist í Haag í Hollandi þann 15. apríl 1907. Hann andaðist árið 1988. Hann var lítill námshestur sem barn en naut þess að vera í útiíþróttum, leika sér í fjörunni og að sulla í vatni. Tinbergen var með fiskabúr heima hjá sér og í menntaskóla sá hann um slík búr í skólanum. Þet...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?

Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?

Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...

category-iconHugvísindi

Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?

Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...

category-iconHugvísindi

Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?

Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta e...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?

Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?

Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...

Fleiri niðurstöður