Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1124 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?

Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin 'að redda' einhverju?

Sögnin að redda í merkingunni ‘bjarga einhverju við, hjálpa um eða með eitthvað, útvega eitthvað’ er fengin að láni úr dönsku redde sem aftur er fengið að láni frá lágþýsku redden í sömu merkingu. Sama gildir um nafnorðið reddari ‘sá sem reddar’ að það er einnig fengið að láni úr dönsku. Orðin eru fremur ung í...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir brunahani því nafni?

Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mál er með vexti?

Nafnorðið mál hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasambandinu svo/þannig er mál með vexti ‛því er þannig háttað’ merkir mál ‛málefni, málavextir’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá upphafi 17. aldar en Jón Friðjónsson bendir á eldra dæmi frá upphafi 16. aldar í ritinu Mergur málsins (1993:...

category-iconHugvísindi

Ættu óargadýr ekki frekar að kallast óragadýr, það er dýr sem ekki hræðast neitt?

Orðið argur hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er ‛ragur, huglaus’. Í eldra máli var einnig notað lýsingarorðið óargur í merkingunni ‛óragur, djarfur’. Lýsingarorðið óarga, sem beygist eftir veikri beygingu, var einnig notað í eldra máli í merkingunni ‛villtur, grimmur’. Í samsetningunni...

category-iconStærðfræði

Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?

Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...

category-iconHugvísindi

Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?

Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?

Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?

Upprunalega hljómaði spurningin svona: Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á? Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er um...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?

Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ritmál er silfurstíll?

Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er orðið Kjalarnes hugsanlega komið úr gelísku?

Enginn fótur er fyrir þeirri skýringu að nafnið sé komið úr gelísku. Orðið kjölur er víða í örnefnum og merkir kjalarlaga fell eða fjall eða annað sem líkist kili á skipi sem hvolfir. Sjá um þetta nánar grein eftir undirritaðan, ,,Kjalarnes och andra isländska kjölur-namn", í bókinni Nefningar (Rvk. 2009), bls. 29...

Fleiri niðurstöður