Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 94 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

category-iconFélagsvísindi almennt

Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?

Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

category-iconLögfræði

Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?

Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju syngja fuglar?

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla? Mest er um fuglasöng á pörunartím...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða refir gamlir?

Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvar halda mýflugur sig meðan illa viðrar? Ekki er flugu að sjá í nokkra daga, en svo er allt morandi af þeim um leið og sólin skín.Flestar mýflugur, bæði rykmý og bitmý eru á fullorðna stiginu í skamman tíma á sumrin. Lofthiti þarf að vera yfir ákveðnu lágmarki til þess að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?

Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?

Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?

Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...

category-iconFélagsvísindi

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?

Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...

category-iconLögfræði

Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn?

Upprunalega spurningin var: Ef tengdamamma mín deyr og maki minn er dáinn, erfi ég þá tengdamömmu eða bara eftirlifandi börn hennar? Að því gefnu að hin látna hafi ekki gert erfðaskrá skiptist arfurinn á lögbundinn hátt samkvæmt erfðalögunum frá 1962. Ef arfleifandi (hin látna) er í hjúskap fellur 1/3 hl...

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

Fleiri niðurstöður