Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 37 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?

Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...

category-iconJarðvísindi

Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?

Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?

Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?

Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconJarðvísindi

Hvert er elsta berg landsins?

Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...

category-iconJarðvísindi

Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconJarðvísindi

Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?

Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...

category-iconJarðvísindi

Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?

Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...

Fleiri niðurstöður