Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 25 svör fundust
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...
Hvernig er tekið tillit til beinna og óbeinna skatta við mat á launaþróun?
Þegar hagfræðingar taka nafnstærðir, til dæmis laun í krónum talin, og vilja sjá raunbreytingar á þeim á ákveðnu tímabili er yfirleitt stuðst við verðlagsvísitölur. Þær eru notaðar til að greina breytingu á nafnstærð í annars vegar raunbreytingu og hins vegar breytingu vegna verðbólgu (eða verðhjöðnunar). Á Ís...
Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...
Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...
Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...
Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Dreifir íslenska skattkerfið verðmætum verr en skattkerfi hinna Norðurlandanna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Stendur íslenska skattkerfið sig verr í að endurdreifa verðmætum í þjóðfélaginu og standa undir menntuðu velferðarsamfélagi en skattkerfin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi? Skatt- og útgjaldakerfi hins opinbera hafa margvísleg áhrif á dreifingu verðmæta milli ...