Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 529 svör fundust
Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?
Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...
Hver er jörðin?
Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...
Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?
Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...
Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?
Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...
Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar?
Samkvæmt aldalangri hefð eru sjö undur veraldar talin vera þessi: Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að lesa meira um þau í svörum við spurningunum:Hver voru sjö undur veraldar?H...
Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?
Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?
Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?
Hér er líklega átt við fjölgreindarkenningu Howards Gardners, prófessors í menntunarfræðum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1983 gaf Gardner út bókina "Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences" sem vakti mikla athygli. Þar setti hann fram þá kenningu að greind fólks skiptist í eftirfarandi sjö...
Hvað var vitinn í Faros hár?
Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr. Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var...
Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?
Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...
Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?
Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...
Hvað er lífhvolf?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins? Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né...
Hvar á landinu er Sjömannabani?
Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat...