Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 633 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?

Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...

category-iconFélagsvísindi

Hver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu?

Hagfræðingar nota oft verga þjóðarframleiðslu þjóða eða heildarframleiðsla þjóðarbús á ári til að meta hvernig ríki standa fjárhagslega. Þjóðarframleiðslan er fundin út með því að leggja saman verðmæti allar framleiðslu í landinu á tilteknum tíma, til dæmis á einu ári. Verg þjóðarframleiðsla er heildarverðmæti fra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?

Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp fernuna?

Fernan var fundin upp af sænsku fyrirtæki sem heitir Tetra Pak. Fyrirtækið kynnti vél til fjöldaframleiðslu fernunnar á blaðamannafundi þann 18. maí 1951. Stofnendur Tetra Pak voru Ruben Rausing og Erik Wallenberg sem kalla má uppfinningamenn fernunnar. Í fyrstu var fernan þríhyrningslaga, það er fjórflötungur ...

category-iconHugvísindi

Af hverju renna á mann tvær grímur?

Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru eistun í hönum?

Ólíkt dæmigerðum spendýrum þá eru eistu hana og annarra fugla ekki fyrir utan líkamsholið heldur inni í kviðarholinu fyrir framan nýrun. Út frá eistunum liggur sáðrás niður í þarfagang (lat. og e. cloaca) og berst sæðið þá leið inn í kvenfuglinn við æxlun. Nánar er fjallað um æxlun fugla í svörum sama höfundar við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á bensíni og dísilolíu?

Bæði bensín og dísilolía eru unnin úr hráolíu og þegar hráolía er hreinsuð fæst einnig úr henni flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni. Það er hægt að búa til bensín með aðferðum efnafræðinnar en til þess þarf eiginlega jafnmi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?

Skeldýr hafa í raun engin not fyrir perlurnar sem myndast þegar aðskotahlutur eins og sandkorn eða sníkjudýr festist innan í samloku lindýrsins, nánar tiltekið í möttlinum. Þegar það gerist seyta frumur í ysta lagi möttulsins efni utan um aðskotahlutinn og hjúpa hann. Efnið samanstendur aðallega af aragoníti (...

category-iconFélagsvísindi

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?

Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð. Í 6. gr. lagann...

category-iconNæringarfræði

Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?

Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?

Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...

category-iconFélagsvísindi

Er það rétt að Noregur sé eina landið sem er skuldlaust og hvar stendur Ísland í þessum málum?

Strangt til tekið er Noregur ekki skuldlaus við útlönd. Það er hins vegar rétt að Norðmenn skulda lítið í útlöndum og eiga nokkuð digra sjóði erlendis. Hér munar mest um sjóð sem þeir hafa lagt til hliðar af tekjum af olíuútflutningi en verðmæti hans er nú yfir 4.400 milljarðar íslenskra króna sem gerir tæpa millj...

category-iconSálfræði

Af hverju hlær maður þegar einhver kitlar mann?

Margir telja að viðbrögð fólks við kitli, svo sem að kippast til og frá, séu nokkurs konar varnarviðbrögð, svipað og þegar kýr og fleiri dýr kippast við til að verjast ásókn flugna og annarra kvikinda. Þetta skýrir samt ekki af hverju fólk hlær þegar það er kitlað. Samkvæmt sumum vísindamönnum hlæjum við þegar...

category-iconUmhverfismál

Hver eru markmið Ríósáttmálans?

Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...

Fleiri niðurstöður