Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 532 svör fundust
Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?
Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...
Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?
Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...
Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?
Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...
Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?
Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...
Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?
Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...
Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta
Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...
Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?
Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....
Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?
Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...
Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?
Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...
Hver var greindarvísitala Adolfs Hitlers?
Adolf Hitler gékkst ekki undir geindarpróf svo vitað sé og því er ekki til áreiðanleg tala sem segir til um gáfnafar hans. Hins vegar hafa margir leitt hugann að þessu og reynt að meta gáfur hans. Greindarvísitala (e. intelligence quotient, IQ) Hitlers er talin hafa verið á bilinu 138-145 og er oftast vísað í ...
Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?
Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...
Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?
Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...
Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588, og hvað er hæft í því að Englendingar hafi greitt sjóræningjum fyrir að ræna spænsk silfurskip?Segja má að helsta átakalínan í Evrópu á þessum tíma hafi legið milli Páfastóls og kaþólsku kirkjunnar ann...
Hvenær lauk fyrri heimsstyröldinni?
Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsu...