Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 217 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er Hóp djúpt?

Hópið telst sjötta stærsta vatn landsins, tæplega 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Mesta dýpt þess er 8,5 m. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Íslands er hálendur?

Hálendi er skilgreint sem sá hluti lands sem er hærri en 200 metrar yfir sjávarmáli. Þrír fjórðu hlutar Íslands teljast vera hálendi. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....

category-iconLandafræði

Hversu stór er Papey?

Papey er um 2 km2 að flatarmáli og hæsti hluti hennar stendur 58 m yfir sjávarmáli. Hún dregur nafn sitt af Pöpum sem taldir eru hafa búið þar til forna. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Saladín Tyrkjasoldán?

Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga. Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast ...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Andorra?

Andorra er smáríki sem liggur á milli Frakklands og Spánar. Höfuðborg þess er Andorra la Vella. Landið er aðeins 468 km2 að flatarmáli, meira en 200 sinnum minna en Ísland. Andorra er fjalllent, enda er landið í miðjum Pýreneafjöllunum. Vetur eru snjóþungir, en sumur eru yfirleitt mild. Íbúar Andorra eru um 70....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta geitur lifað lengi?

Geitur eru náskyldar kindum og eru meðal nytsömustu húsdýra. Þær verða venjulega um 15 ára gamlar. Helstu afurðir geita eru mjólk, ull, ostur, kjöt og leður. Talið er að maðurinn hafi haldið geitur sem húsdýr í um 10.000 ár. Á Íslandi hafa geitur verið haldnar frá landnámsöld. Heimildir:Vefútgáfa Br...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðmús?

Liðmús (e. joint mouse) er aðskotahlutur í liðholi, einkum í hné eða olnboga. Oftast er um að ræða brjósk- eða beinörðu sem hefur losnað við sköddun á liðnum, til dæmis við slys eða vegna slitgigtar. Lesa má um slitgigt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hvað er slitgigt? Liðmús veldur því oft að...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?

Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...

category-iconHugvísindi

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur: Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem ...

category-iconEfnafræði

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

category-iconLandafræði

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

category-iconLangholtsskóli

Hvar og hvenær varð kúngfú til?

Kúngfú er forn kínversk bardagalist sem líkist karate en byggir meira á höggum með höndum en spörkum. Af heimildum að dæma má rekja uppruna hennar að minnsta kosti aftur til tíma Zhou-keisaraættarinnar sem var við völd frá 1111 til 255 f. Krist að okkar tímatali. Í kúngfú eru fimm grunnspor. Hinar fjölmargu hre...

Fleiri niðurstöður