Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 78 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Krabbameinsfrumur verjast með jákvæðri rafhleðslu. Getur verið að frumurnar losi sig við Ca-jónir, til að mynda +hleðslu?

Undirrituð kannast reyndar ekki við að krabbameinsfrumur beri jákvæða rafhleðslu eða verji sig með henni gegn einhverju, til dæmis lyfjum eða ónæmiskerfinu. Ca-jónir eru jákvætt hlaðnar þannig að ég get ekki alveg séð hvernig það ætti að ganga upp að frumurnar fengju jákvæða hleðslu með því að losa sig við þær. Ég...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að smitast af krabbameini?

Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...

category-iconLæknisfræði

Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er staðsett vinstra megin í kviðarholinu fyrir neðan rifbeinin. Það gegnir ýmsum hlutverkum og má lesa nánar um starfsemi þess í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?. Hér sést vel hversu mikið miltað getur stækkað v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?

Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Illkynja frumur eru að mörgu leyti frábrugðnar eðlilegum frumum og kannski er samnefnarinn fyrir afbrigðilega hegðun þeirra að þær kunna ekki lengur að hegða sér rétt í samfélagi frumna í líkamanum og hafa misst hlutverk sitt. Illkynja frumur fjölga sér stjórnlaust. Það þarf ekki endilega að merkja að þær fjö...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyr maður út af geislavirkni?

Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi. Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halla hundar undir flatt?

Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur. Yngri ...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?

Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir man...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?

Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?

Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða flei...

category-iconNæringarfræði

Er mjólk krabbameinsvaldandi? Á það sérstaklega við um tiltekin efni í mjólk?

Fyrst er rétt að gefa stutt svar við spurningunni: Það er aldrei einn orsakavaldur í krabbameinsmyndun, alltaf er um samspil margra þátta að ræða. Venja er að tala um tvo aðalþætti; umhverfi og erfðir. Mataræði telst til umhverfisþáttarins. Til þess að svara þessum spurningum er hér stuðst við skýrslu frá Alþj...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengt er lungnakrabbamein?

Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?

Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...

Fleiri niðurstöður