Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 282 svör fundust
Er orðasambandið „nú til dags” danska?
Orðasambandið „nú til dags” er fengið að láni úr dönsku „nu til dags” og er ekki alveg nýtt af nálinni. Dags í dönsku er gamalt eignarfall sem stýrðist af forsetningunni til. Í íslensku þykir vandaðra mál að segja til dæmis „nú á dögum.” ...
Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?
Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...
Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...
Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...
Hvaðan kemur orðið bíó og hvað þýðir það?
Orðið bíó er stytting á danska orðinu biografteater, eiginlega ‛leikhús sem sýnir lifandi myndir’. Það er fengið að láni snemma á 20. öld. Dönsku orðstofnarnir eru komnir úr grísku bíos ‛líf’ og graphikós ‛teiknaður’, af gráphein ‛skrifa, lýsa’. Bíó er stytting á danska orðinu biograftea...
Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...
Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?
Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...
Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...
Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Svavars Jóhanns: Af hverju eru sumir kennarar leiðinlegir? Í skýrslum um dánarorsakir á Íslandi undanfarna fimm áratugi má meðal annars finna ýmiss konar slys og sjúkdóma. Hins vegar er hvergi getið um dánarorsökina “leiðindi í dönskutíma.” Í ljósi þess að á hverju ári si...
Hvaðan kemur orðið nýlenduvöruverslun?
Að baki orðsins nýlenduvöruverslun liggur danska orðið kolonialhandel, ‘verslun með vörur frá nýlendum’. Koloni í dönsku merkir ‘nýlenda’ og vörur, einkum ávextir og krydd og önnur matvara en einnig aðrar vörur, sem fluttar voru til Danmerkur frá nýlendunum voru nefndar kolonialvarer, það er ‘nýlenduvörur’. Dö...
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvað merkir orðið salíbuna? Er það viðurkennt íslenskt orð?
Orðið salíbuna er einkum notað í talmáli, sér í lagi barnamáli, um ferð ofan og niður brekku á sleða eða kassabíl eða einhverju öðru sem unnt er að renna sér á, eða niður rennibraut á leikvelli. Á myndinni sést ungur piltur renna sér salíbunu á þunnum matarbakka. Orðið er samsett og er síðari liðurinn –buna ...
Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?
Norðurlandamálin eru oft einungis talin íslenska, norska, danska, sænska og finnska en rétt er að telja einnig með færeysku, grænlensku og samísku. Af þessum málum eru finnska, grænlenska og samíska ekki germönsk mál og því ekki skyld hinum fimm sem vanalega eru kölluð norræn mál. Germönsk mál skiptust snemma í...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?
Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...