Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?

Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?

Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur nýburagulu?

Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?

Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?

Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

category-iconMannfræði

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?

Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva?

Nei, harðir diskar og disklingar eiga að geyma gögnin alveg nákvæmlega eins og þau eru, bita fyrir bita. Sama gildir um flutning gagna yfir net. Gögnin eiga ekki að breytast við að fara á milli tölva. Auðvitað geta komið upp villur, skemmd í diskinum eða truflun á netsambandinu. Slíkar villur koma þó mjög sjald...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?

Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

category-iconFornfræði

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?

Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...

category-iconSálfræði

Syrgja börn?

Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkar...

Fleiri niðurstöður