Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?

Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconGátur og heilabrot

Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?

Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?

Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu. Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið f...

category-iconLögfræði

Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?

Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?

DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?

Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...

category-iconHeimspeki

Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?

Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga. Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum innga...

category-iconFélagsvísindi

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum?

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn á einungis gjaldeyrisviðskipti við tvenns konar aðila, annars vegar ríkissjóð og hins vegar þá sem eru á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri, en það eru helstu bankastofnanir landsins. Nokkur eðlismunur er á þessum viðskiptu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?

Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...

category-iconLandafræði

Hvað er Stór-Reykjavíkursvæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga teljast sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur til höfuðborgarsvæðisins. Í þessu svari er gengið út frá því að sömu sveitarfélög myndi hið svokallaða Stór-Reykjavíkursvæði. Samkvæmt upplý...

category-iconUmhverfismál

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hét fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði?

Talið er að „The Yellow Kid” eftir Richard Felton Outcault sé fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði. Hún birtist fyrst þann 16. febrúar 1896, í Hearst New York American. Í mars 1897 var þessum teiknimyndum safnað saman í Hearst's Sunday Journal og seldar á 5 sent stykkið. Fyrsta teiknimyndabókin s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?

Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...

Fleiri niðurstöður