Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?

Þórólfur Matthíasson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja?

„Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinnumarkaði. Slík hreyfing fólks getur dregið úr atvinnuleysi á fráflutningsstað og aukið umfang tekjutilfærslna frá útlöndum til fráflutningslandsins.

Bandaríki Norður-Ameríku eru helsta uppspretta tekjutilfærslna til þróunarlanda. Árið 2023 sendi fólk af indverskum uppruna sem svarar 125 milljörðum Bandaríkjadala til heimalandsins, fólk af mexíkóskum uppruna sendi 67 milljarða dala, fólk af Kínverskum uppruna sendi 50 milljarða dala en aðrir minna.[1]

Áhrifin á fráflutningsland geta líka verið neikvæð, til dæmis ef stór hluti menntaðs og sérhæfðs starfsfólks flytur úr landi.[2] Talað er um spekileka (e. brain drain) í því sambandi. Brottflutningur heilbrigðisstarfsfólks hefur oft valdið áhyggjum.[3] Á aðflutningsstað fjölgar á vinnumarkaði svo fremi sem innflytjandinn fái heimild til vinnu. Með sama hætti fækkar þeim sem eiga rétt á opinberri þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu og skólagöngu á fráflutningsstað en fjölgar á aðflutningsstað.

Til að meta áhrif innflytjenda á hagkerfi aðflutningslands þarf með einhverjum hætti að áætla eða meta virðisaukann sem verður til í hagkerfinu vegna aðflutnings, sérstaklega þarf að áætla hvernig virðisaukinn skiptist milli einstaklingsins annars vegar og skattayfirvalda hins vegar. Það þarf líka að áætla eða meta kostnað sem fellur til hjá hinu opinbera vegna innflytjandans og sem hann ekki greiðir beint. Þetta á við um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu (atvinnuleysisbætur, húsnæðisbætur) og þjónustu skólakerfis til dæmis við börn viðkomandi.

Ítalsk-bandaríski hagfræðingurinn Giovanni Peri hefur komist að því að við 1% fjölgun á vinnumarkaði í einhverju ríki Bandaríkjanna, vegna aðflutnings erlends vinnuafls, aukist tekjur starfsmanna sem fyrir eru um 0,4-0,5%.

Þetta eru hin beinu áhrif aðflutnings á þjóðarhag og hag hins opinbera. Spyrja má hvort skattgreiðslur hins aðflutta standi undir útgjöldum sem hann skapar hinu opinbera (um það er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?) En þar með er ekki öll sagan sögð. Hinn aðflutti kann að hafa áhrif á framleiðni þeirra sem fyrir eru í framleiðsluferlinu í hagkerfinu. Ítalsk-bandaríski hagfræðingurinn Giovanni Peri hefur komist að því að við 1% fjölgun á vinnumarkaði í einhverju ríki Bandaríkjanna, vegna aðflutnings erlends vinnuafls, aukist tekjur starfsmanna sem fyrir eru um 0,4-0,5%.[4] Ástæður þessara framleiðniáhrifa eru margvíslegar, meðal annars er líklegt að innflytjendur flykkist til þeirra ríkja þar sem skortur er á ófaglærðu vinnuafli.

Belgíski hagfræðingurinn Frédéric Docquier (2014) telur að heppilegasta hlutfall fráflutnings háskólamenntaðra frá þróunarlöndum sé um 10% af heildarfjöldanum.[5] Ávinningurinn felst í tekjutilfærslum til heimalandsins, bættum tengingum við erlent mennta- og rannsóknaumhverfi, að viðbættum þeim jákvæðu áhrifum sem auknir starfsmöguleikar erlendis hafa á menntunarvilja ungs fólks.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá: Remittance Flows Continue to Grow in 2023 Albeit at Slower Pace - Migration and Development Brief 39. (Sótt 22.10.2024).
  2. ^ Dæmi eru um að einstök, fátæk, lítil lönd í hitabeltinu tapi allt að 80% af vinnuafli með háskólamenntun (Haítí, Jamaíka og fleiri lönd). Um 20 önnur lönd sáu á eftir 1/3 til 2/3 háskólamenntaðs vinnuafls. Flest þeirra landa voru í Afríku sunnan Sahara og í Asíu (Afganistan og Kambódía), IZA World of Labor - The brain drain from developing countries. (Sótt 22.10.2024).
  3. ^ Sjá: The great nursing brain drain and its effects on patient safety - Antimicrobial Resistance & Infection Control - Full Text. (Sótt 22.10.2024).
  4. ^ Sjá: The Effect of Immigration on Productivity: Evidence from US States - NBER. (Sótt 22.10.2024).
  5. ^ Docquier, F. The brain drain from developing countries.. IZA World of Labor 2014: 31 doi: 10.15185/izawol.31.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2024

Spyrjandi

Hulda

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?“ Vísindavefurinn, 31. október 2024, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87151.

Þórólfur Matthíasson. (2024, 31. október). Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87151

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2024. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja?

„Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinnumarkaði. Slík hreyfing fólks getur dregið úr atvinnuleysi á fráflutningsstað og aukið umfang tekjutilfærslna frá útlöndum til fráflutningslandsins.

Bandaríki Norður-Ameríku eru helsta uppspretta tekjutilfærslna til þróunarlanda. Árið 2023 sendi fólk af indverskum uppruna sem svarar 125 milljörðum Bandaríkjadala til heimalandsins, fólk af mexíkóskum uppruna sendi 67 milljarða dala, fólk af Kínverskum uppruna sendi 50 milljarða dala en aðrir minna.[1]

Áhrifin á fráflutningsland geta líka verið neikvæð, til dæmis ef stór hluti menntaðs og sérhæfðs starfsfólks flytur úr landi.[2] Talað er um spekileka (e. brain drain) í því sambandi. Brottflutningur heilbrigðisstarfsfólks hefur oft valdið áhyggjum.[3] Á aðflutningsstað fjölgar á vinnumarkaði svo fremi sem innflytjandinn fái heimild til vinnu. Með sama hætti fækkar þeim sem eiga rétt á opinberri þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu og skólagöngu á fráflutningsstað en fjölgar á aðflutningsstað.

Til að meta áhrif innflytjenda á hagkerfi aðflutningslands þarf með einhverjum hætti að áætla eða meta virðisaukann sem verður til í hagkerfinu vegna aðflutnings, sérstaklega þarf að áætla hvernig virðisaukinn skiptist milli einstaklingsins annars vegar og skattayfirvalda hins vegar. Það þarf líka að áætla eða meta kostnað sem fellur til hjá hinu opinbera vegna innflytjandans og sem hann ekki greiðir beint. Þetta á við um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu (atvinnuleysisbætur, húsnæðisbætur) og þjónustu skólakerfis til dæmis við börn viðkomandi.

Ítalsk-bandaríski hagfræðingurinn Giovanni Peri hefur komist að því að við 1% fjölgun á vinnumarkaði í einhverju ríki Bandaríkjanna, vegna aðflutnings erlends vinnuafls, aukist tekjur starfsmanna sem fyrir eru um 0,4-0,5%.

Þetta eru hin beinu áhrif aðflutnings á þjóðarhag og hag hins opinbera. Spyrja má hvort skattgreiðslur hins aðflutta standi undir útgjöldum sem hann skapar hinu opinbera (um það er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?) En þar með er ekki öll sagan sögð. Hinn aðflutti kann að hafa áhrif á framleiðni þeirra sem fyrir eru í framleiðsluferlinu í hagkerfinu. Ítalsk-bandaríski hagfræðingurinn Giovanni Peri hefur komist að því að við 1% fjölgun á vinnumarkaði í einhverju ríki Bandaríkjanna, vegna aðflutnings erlends vinnuafls, aukist tekjur starfsmanna sem fyrir eru um 0,4-0,5%.[4] Ástæður þessara framleiðniáhrifa eru margvíslegar, meðal annars er líklegt að innflytjendur flykkist til þeirra ríkja þar sem skortur er á ófaglærðu vinnuafli.

Belgíski hagfræðingurinn Frédéric Docquier (2014) telur að heppilegasta hlutfall fráflutnings háskólamenntaðra frá þróunarlöndum sé um 10% af heildarfjöldanum.[5] Ávinningurinn felst í tekjutilfærslum til heimalandsins, bættum tengingum við erlent mennta- og rannsóknaumhverfi, að viðbættum þeim jákvæðu áhrifum sem auknir starfsmöguleikar erlendis hafa á menntunarvilja ungs fólks.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá: Remittance Flows Continue to Grow in 2023 Albeit at Slower Pace - Migration and Development Brief 39. (Sótt 22.10.2024).
  2. ^ Dæmi eru um að einstök, fátæk, lítil lönd í hitabeltinu tapi allt að 80% af vinnuafli með háskólamenntun (Haítí, Jamaíka og fleiri lönd). Um 20 önnur lönd sáu á eftir 1/3 til 2/3 háskólamenntaðs vinnuafls. Flest þeirra landa voru í Afríku sunnan Sahara og í Asíu (Afganistan og Kambódía), IZA World of Labor - The brain drain from developing countries. (Sótt 22.10.2024).
  3. ^ Sjá: The great nursing brain drain and its effects on patient safety - Antimicrobial Resistance & Infection Control - Full Text. (Sótt 22.10.2024).
  4. ^ Sjá: The Effect of Immigration on Productivity: Evidence from US States - NBER. (Sótt 22.10.2024).
  5. ^ Docquier, F. The brain drain from developing countries.. IZA World of Labor 2014: 31 doi: 10.15185/izawol.31.

Mynd:...