Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa lesið eftirfarandi grein, þar sem fram kemur að ránfuglategundirnar á Íslandi séu aðeins þrjár: Fálki, smyrill og haförn (Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?) Ég fór þá að hugsa hvort uglan væri ekki líka ránfugl og fann eftirfarandi grein þar sem fram kemur að hún sé svo: Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur? Með von um svör velti ég fyrir mér hvað sé satt. Kær kveðja, Magnús Máni.Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Jú, uglur eru ránfuglar en þær tilheyra ekki ættbálki ránfugla. Íslenska hugtakið ránfugl er notað um fugla sem drepa sér dýr til matar. Á ensku eru notuð tvö sambærileg hugtök: raptor og bird of prey. Orðið raptor kemur beint úr latínu og merkir 'ræningi' eða 'ruplari'. Samkvæmt skilgreiningu eru allir fuglar sem drepa dýr sér til matar ránfuglar. Það á einnig við um uglur sem veiða aðallega um nætur og eru þess vegna stundum nefndar náttránfuglar á íslensku.

Uglur eru ránfuglar. Þær tilheyra hins vegar ekki ættbálki ránfugla. Á myndinni sést brandugla (Asio flammeus).
- haförn (Haliaeetus albicilla).
- fálki (Falco rusticolus)
- smyrill (Falco columbarius)
- brandugla (Asio flammeus)
- eyrugla (Asio otus)
- snæugla (Bubo scandiacus)
- ^ Ættbálkur (ordo) er sérstakt skipulagsstig í flokkun lífvera. Í ættbálki er hópur líkra ætta.
- ^ Lengi vel var branduglan eina uglutegundin sem verpti hér að staðaldri en undanfarin ár hefur eyruglan sótt í sig veðrið. Vorið 2019 fundust til að mynda 11 eyrugluóðul á landinu. Snæuglan er aðallega flækingsfugl á Íslandi en þó kemur fyrir að hún verpi á landinu.
- COL | The Catalogue of Life. (Sótt 26.01.2023).
- Eyrugla | Náttúruminjasafn Íslands. (Sótt 26.01.2023).
- Uglur á kvisti rannsakaðar í HÍ | Háskóli Íslands. (Sótt 26.01.2023).
- Short-eared Owl - Asio flammeus | Short-eared Owls are the n… | Flickr. (Sótt 26.01.2023). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-NC-ND 2.0.