Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina.Undir flettunni tundur segir Ásgeir enn fremur (1989:1069):
tundur h. ‘kveikiefni; sprengiefni; þurrt lækjarslý’; sbr. fær. tundur h. ‘kveikiefni, feyskjuviður; korkur’, nno. og sæ. tunder, d. tønder (fd. tunder) ‘kveikiefni’Orðið á því ættingja í norrænum málum og einnig í öðrum germönskum málum: í fornensku tynder, tyndre kv. (nútíma ensku. tinder), miðlágþýsku. tunder, fornháþýsku. zuntar(a) kv., miðháþýsku. zünder (s.m.). Eins og sást í dæminu um tjá í Orðsifjabókinni leit Ásgeir Blöndal svo á að það hafi upphaflega verið kvenkynsorð en gefur einnig upp hvorugkyn. Í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls er það aðeins beygt sem hvorugkynsorð. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið sagt hvorugkyns en aðeins eitt dæmi er um endingu í þágufalli, það er tjái:
Í Austurríki var allt á tjái og tundri síðan Metternich fór.Íslenska orðsifjabók má nálgast rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Mynd:
- Flickr. Messy bookstore. Eigandi myndarinnar er Kyle Pearce. Birt undir leyfinu CC BY-SA 2.0. (Sótt 12.6.2019).
Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað eru t.d. "usli", "tjár" (eða hvað, aldrei notað í nefnifalli, bara í "tjá og tundri") og "húfur"?