Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum miðaldaritum. Hann hefur nýlega sent frá sér ritið The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North (2017) sem fjallar um galdra, drauga og yfirnáttúru á miðöldum í venslum við einstaklinga og samfélagið og er gefið út hjá Punctum í Bandaríkjunum.

Meðal annara fræðirita hans eru Í leit að konungi (1997) sem fjallar um konungsvaldshugmyndir í íslenskum konungasögum og um það efni hefur hann einnig birt margar greinar. Staður í nýjum heimi (2002) fjallar um sagnaritið Morkinskinnu, formgerð þess og hvernig íslensk sjálfsmynd birtist á 13. öld. Árið 2014 kom út endurskoðuð gerð þessa rits, A Sense of Belonging. Sama ár kom út bókin Íslendingaþættir: Saga hugmyndar þar sem sjónum er beint að rannsóknaraðferðum 19. og 20. aldar. Illa fenginn mjöður (2009) er kennslubók sem fyrst og fremst fjallar um vandamál við túlkun íslenskra fornrita. Nine Saga Studies (2013) er greinasafn með fjölmörgum greinum um Íslendingasögur sem allar birtust í virtum erlendum tímaritum.

Helstu rannsóknarefni Ármanns Jakobssonar eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum miðaldaritum.

Eftir Ármann liggja enn fremur fjölmargar greinar um yfirnáttúru á miðöldum: tröll, álfa, dverga og jötna. Enn fremur hefur hann birt ýmsar greinar um stöðu barna, gamalmenna og þjónustufólks í fornsögum og fyrirhuguð er bók um aukapersónur í Íslendingasögum.

Ármann hefur einnig sinnt útgáfu fornrita og rita frá síðari öldum auk þess sem hann hefur ritstýrt nokkrum greinasöfnum. Nýjast er The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017) en auk þess hefur hann ritstýrt greinasöfnum um fornaldarsögur Norðurlanda, börn á miðöldum og Svövu Jakobsdóttur. Hann gaf út Morkinskinnu í tveimur bindum á vegum Hins íslenska fornritafélags árið 2011 í félagi við Þórð Inga Guðjónsson og var einnig útgefandi að íslenskri þýðingu á ritgerð Tolkiens um Bjólfskviðu og enskri þýðingu á Þorláks sögu helga.

Ármann var stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, BA í íslensku árið 1993, MA í íslenskum bókmenntum árið 1996 og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands 1. jan. 2008 og hefur verið prófessor frá 2011. Hann hefur verið formaður vísindanefndar Háskóla Íslands, formaður námsbrautar í íslensku og forstöðumaður Bókmenntafræðastofnunar. Þá situr hann nú meðal annars í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, Hins íslenska þjóðvinafélags og Íslenskrar málnefndar.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

27.4.2018

Síðast uppfært

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75722.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75722

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75722>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?
Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum miðaldaritum. Hann hefur nýlega sent frá sér ritið The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North (2017) sem fjallar um galdra, drauga og yfirnáttúru á miðöldum í venslum við einstaklinga og samfélagið og er gefið út hjá Punctum í Bandaríkjunum.

Meðal annara fræðirita hans eru Í leit að konungi (1997) sem fjallar um konungsvaldshugmyndir í íslenskum konungasögum og um það efni hefur hann einnig birt margar greinar. Staður í nýjum heimi (2002) fjallar um sagnaritið Morkinskinnu, formgerð þess og hvernig íslensk sjálfsmynd birtist á 13. öld. Árið 2014 kom út endurskoðuð gerð þessa rits, A Sense of Belonging. Sama ár kom út bókin Íslendingaþættir: Saga hugmyndar þar sem sjónum er beint að rannsóknaraðferðum 19. og 20. aldar. Illa fenginn mjöður (2009) er kennslubók sem fyrst og fremst fjallar um vandamál við túlkun íslenskra fornrita. Nine Saga Studies (2013) er greinasafn með fjölmörgum greinum um Íslendingasögur sem allar birtust í virtum erlendum tímaritum.

Helstu rannsóknarefni Ármanns Jakobssonar eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum miðaldaritum.

Eftir Ármann liggja enn fremur fjölmargar greinar um yfirnáttúru á miðöldum: tröll, álfa, dverga og jötna. Enn fremur hefur hann birt ýmsar greinar um stöðu barna, gamalmenna og þjónustufólks í fornsögum og fyrirhuguð er bók um aukapersónur í Íslendingasögum.

Ármann hefur einnig sinnt útgáfu fornrita og rita frá síðari öldum auk þess sem hann hefur ritstýrt nokkrum greinasöfnum. Nýjast er The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017) en auk þess hefur hann ritstýrt greinasöfnum um fornaldarsögur Norðurlanda, börn á miðöldum og Svövu Jakobsdóttur. Hann gaf út Morkinskinnu í tveimur bindum á vegum Hins íslenska fornritafélags árið 2011 í félagi við Þórð Inga Guðjónsson og var einnig útgefandi að íslenskri þýðingu á ritgerð Tolkiens um Bjólfskviðu og enskri þýðingu á Þorláks sögu helga.

Ármann var stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, BA í íslensku árið 1993, MA í íslenskum bókmenntum árið 1996 og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands 1. jan. 2008 og hefur verið prófessor frá 2011. Hann hefur verið formaður vísindanefndar Háskóla Íslands, formaður námsbrautar í íslensku og forstöðumaður Bókmenntafræðastofnunar. Þá situr hann nú meðal annars í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, Hins íslenska þjóðvinafélags og Íslenskrar málnefndar.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...