Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er munurinn á flóðhestum og nashyrningum, eru þeir nógu líkir til að geta eignast afkvæmi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Tegundir verða þó að vera talsvert skyldar til að geta æxlast saman og átt lífvænleg afkvæmi.

Nashyrningar (Rhinocerotidae) og flóðhestar (Hipopotamus spp.) eru að einhverju leyti áþekkir í útlit, stór og þung dýr, grá að lit og svokallaðir þykkskinnungar. En því fer fjarri að nashyrningar og flóðhestar séu nægjanlega skyldir til þess að geta eignast saman afkvæmi.

Flóðhestar og nashyrningar eru of fjarskyld dýr til að geta átt saman afkæmi.

Nashyrningar eru hófdýr (Perissodactyla) og því skyldir hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Flóðhestar eru hins vegar klaufdýr (Artiodactyla) og hafa rannsóknir sýnt að af núlifandi dýrum eru þeir skyldastir hvölum. Þess má geta að þessir hópar hafa mjög mismunandi fjölda litninga. Nashyrningar hafa 84 litninga (sá svarti er reyndar með 82 litninga) og flóðhestar eru með 36 litninga.

Ekki er ljóst hvenær klaufdýr og hófdýr skyldust að í þróunarsögunni en sennilega voru síðustu sameiginlegu forfeðurnir á ferli fyrir rúmum 45 milljónum ára.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.9.2018

Spyrjandi

Steinunn Björg Böðvarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn, 6. september 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74111.

Jón Már Halldórsson. (2018, 6. september). Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74111

Jón Már Halldórsson. „Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74111>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hver er munurinn á flóðhestum og nashyrningum, eru þeir nógu líkir til að geta eignast afkvæmi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Tegundir verða þó að vera talsvert skyldar til að geta æxlast saman og átt lífvænleg afkvæmi.

Nashyrningar (Rhinocerotidae) og flóðhestar (Hipopotamus spp.) eru að einhverju leyti áþekkir í útlit, stór og þung dýr, grá að lit og svokallaðir þykkskinnungar. En því fer fjarri að nashyrningar og flóðhestar séu nægjanlega skyldir til þess að geta eignast saman afkvæmi.

Flóðhestar og nashyrningar eru of fjarskyld dýr til að geta átt saman afkæmi.

Nashyrningar eru hófdýr (Perissodactyla) og því skyldir hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Flóðhestar eru hins vegar klaufdýr (Artiodactyla) og hafa rannsóknir sýnt að af núlifandi dýrum eru þeir skyldastir hvölum. Þess má geta að þessir hópar hafa mjög mismunandi fjölda litninga. Nashyrningar hafa 84 litninga (sá svarti er reyndar með 82 litninga) og flóðhestar eru með 36 litninga.

Ekki er ljóst hvenær klaufdýr og hófdýr skyldust að í þróunarsögunni en sennilega voru síðustu sameiginlegu forfeðurnir á ferli fyrir rúmum 45 milljónum ára.

Myndir:

...