Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuldbindingar á Íslandi í þennan samanburð þannig að verið sé að bera saman sambærilegar stærðir.Það er rétt athugað hjá fyrirspyrjanda að lífeyrisgreiðslur eru að hluta til fjármagnaðar með öðrum hætti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Reyndar er það svo að útgjaldaflokkar sem eru fjármagnaðir af sköttum í einu landi geta verið fjármagnaðir af einkaaðilum annars staðar. Sem dæmi má nefna heilbrigðisútgjöld sem eru fjármögnuð að umtalsverðu leyti af hinu opinbera í mörgum löndum Evrópu en af einkaaðilum í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA). Óbeint fjármagnar þó hið opinbera í BNA hluta heilbrigðisútgjalda þar sem tryggingarútgjöld geta myndað frádráttarstofn til skatts bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Árið 2016 er talið að þessi útgjöld geti numið um 216 milljörðum dollara (um 1-1,5% af VLF).[1] Þessi útgjöld eru kölluð skattaútgjöld (e. tax expenditure). Eðlilega endurspeglar samanburður milli landa þann mun sem er á fyrirkomulagi heilbrigðistrygginga: Skattbyrði er lægri, allt annað líkt, í löndum þar sem heilbrigðistryggingar eru á ábyrgð einkaaðila og ekki hins opinbera.

Sé lífeyrir fjármagnaður með sköttum telst skattbyrði hærri, allt annað líkt, en sé lífeyrir fjármagnaður með iðgjöldum (framlagi) einstaklinga. Myndin er tekin í Stokkhólmi.
- ^ What are the largest tax expenditures? - Tax Policy Center. (Skoðað 28.11.2016).
- ^ Escolano, J., Matheson, T., Heady, C., & G., M. (2010). Improving the Equity and Revenue Productivitity of the Icelandic Tax System. International Monetary Fund, Fiscal Affairs Department. New York: IMF. (Skoðað 28.11.2016).
- Free photo: Stockholm, Sweden, Scandinavia - Free Image on Pixabay - 465835. (Sótt 29.11.2016).