Raforka er eitt form orku. Unnt er að búa til raforku úr annarri orku, til dæmis vatnsorku eða vindorku.Meira má lesa um rafmagn í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Hver fann upp fyrstu rafhlöðuna og úr hverju var hún?
Alessandro Volta fann upp fyrstu rafhlöðuna en í henni var sink- og koparplötum raðað saman á víxl.Nánar má lesa um Volta og uppgötvanir hans í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna? Hvað eru öreindir?
Allt í heiminum er búið til úr agnarlitlum einingum sem heita öreindir. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum smærri ögnum.Meira má lesa um öreindir í svari JGÞ við spurningunni Hvað eru öreindir? Og í svari Lárusar Thorlacius við spurningunni Hver er minnsta öreindin? Hvað eru atóm?
Atóm eða frumeindir eru grunneiningar frumefna og samanstendur af kjarna úr róteindum og nifteindum umkringdur skýi af neikvætt hlöðnum rafeindum.Frekari fróðleik um frumeindir má finna í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Hvað eru jónir og hvað gera þær? Og í svari Árdísar Elíasdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins? Nemendurnir heita Petra Wíum, Thelma Dögg, Rakel Rós, Rebekka Rún, Svanfríður Árný, Anna Karen, Alexandra, Árný Alexandra, Þorgils Haukur, Júlía Rut, Hanna Margrét, Guðrún Lísa, Guðríður Elísabet, Elvar, Gunnþór, Guðvarður, Daníel, Gestur, Grímur, Patrekur, Snæfríður Una og Sigríður Ásta.