Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Höfn og Stykkishólmur eru lögð af stað með Háskólalestinni

Ritstjórn Vísindavefsins

Fyrstu skólarnir sem taka þátt í Háskólalestinni eru byrjaðir að vinna með Vísindavefnum. Í síðustu viku sendu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum Stykkishólmi inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Björn Sigfinnsson kennari á Hornafirði og Elísabet Valdimarsdóttir kennari í Stykkishólmi sáu um allan undirbúning fyrir hönd sinna skóla.

Spurningar nemendanna voru afar fjölbreyttar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Margir vildu fræðast um málefni líðandi stundar, svo sem um hvernig flóðbylgjur verða til, um jarðskjálfta og orsakir þeirra, geislavirkni, kjarnorku og loftslagsbreytingar.

Einnig voru nemendurnir að velta fyrir sér sígildum spurningum um stærð og lögun alheimsins, um svarthol, líf á öðrum hnöttum og hvort hægt væri að endurlífga risaeðlur og loðfíla?

Þá spurðu þau líka um það hvort kettir gætu kafað, af hverju sumir væru heimskir en aðrir snjallir, af hverju mennirnir væru að mestu úr vatni, hvort við hefðum getað borðað risaeðlukjöt, og af hverju menn tala eins og teiknimyndapersónur ef þeir anda að sér helíni?

Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum sem sveitarfélögin Höfn og Stykkishólmur eiga, ásamt grunnskólunum þar.

Nemendur í Grunnskólanum Stykkishólmi hafa nú sett saman vefnámskeið sem bera nöfnin: Kettir, Sandur og Kynlíf. Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar hafa gert slíkt hið sama en vefnámskeið þeirra heita: Vatnajökull, Fjöll og Hreindýr. Næstu verkefni krakkanna verða svo að setja inn myndbönd eða hlaðvarp.

Útgáfudagur

21.3.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Höfn og Stykkishólmur eru lögð af stað með Háskólalestinni.“ Vísindavefurinn, 21. mars 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70849.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 21. mars). Höfn og Stykkishólmur eru lögð af stað með Háskólalestinni. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70849

Ritstjórn Vísindavefsins. „Höfn og Stykkishólmur eru lögð af stað með Háskólalestinni.“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Höfn og Stykkishólmur eru lögð af stað með Háskólalestinni
Fyrstu skólarnir sem taka þátt í Háskólalestinni eru byrjaðir að vinna með Vísindavefnum. Í síðustu viku sendu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum Stykkishólmi inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Björn Sigfinnsson kennari á Hornafirði og Elísabet Valdimarsdóttir kennari í Stykkishólmi sáu um allan undirbúning fyrir hönd sinna skóla.

Spurningar nemendanna voru afar fjölbreyttar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Margir vildu fræðast um málefni líðandi stundar, svo sem um hvernig flóðbylgjur verða til, um jarðskjálfta og orsakir þeirra, geislavirkni, kjarnorku og loftslagsbreytingar.

Einnig voru nemendurnir að velta fyrir sér sígildum spurningum um stærð og lögun alheimsins, um svarthol, líf á öðrum hnöttum og hvort hægt væri að endurlífga risaeðlur og loðfíla?

Þá spurðu þau líka um það hvort kettir gætu kafað, af hverju sumir væru heimskir en aðrir snjallir, af hverju mennirnir væru að mestu úr vatni, hvort við hefðum getað borðað risaeðlukjöt, og af hverju menn tala eins og teiknimyndapersónur ef þeir anda að sér helíni?

Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum sem sveitarfélögin Höfn og Stykkishólmur eiga, ásamt grunnskólunum þar.

Nemendur í Grunnskólanum Stykkishólmi hafa nú sett saman vefnámskeið sem bera nöfnin: Kettir, Sandur og Kynlíf. Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar hafa gert slíkt hið sama en vefnámskeið þeirra heita: Vatnajökull, Fjöll og Hreindýr. Næstu verkefni krakkanna verða svo að setja inn myndbönd eða hlaðvarp.

...