Lendingarstaður Apolló 14. Merkingarnar á myndinni eru frá NASA.
Gervitunglinu var skotið á loft 18. júní og komst á sporbaug um tunglið viku seinna. Þessar fyrstu myndir voru teknar til þess að stilla myndavél gervitunglsins, en þegar að því verður lokið búast starfsmenn NASA við að geta tekið myndir í mun hærri upplausn en hingað til. Gervitunglið er fyrsti hluturinn sem að Bandaríkjamenn senda til tunglsins í meira en tíu ár. Verkefni þess er að taka ítarlegar myndir af yfirborði tunglsins næsta árið, meðal annars til þess að kortleggja tunglið betur, leita að vatni á pólum tunglsins, og finna hentuga lendingarstaði fyrir mannaða geimfarið Óríon 15 sem Bandaríkjamenn vilja senda til tunglsins árið 2019. Ef að Óríon 15 lendir á tunglinu verða geimfarar þess fyrstu mennirnir sem ganga á tunglinu í 47 ár. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Hve margir hafa farið til tunglsins? eftir EDS.
- Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong? eftir Guðjón Sveinsson og Vigni Má Lýðsson.