That's one small step for a man, one giant leap for mankind.sem á íslensku útleggst sem:
Þetta er lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkynið.Armstrong lét af störfum sem geimfari árið 1970. Honum var veitt prófessorsnafnbót í eldflaugaverkfræði við Suður-Kaliforníu-háskóla og starfaði við kennslu. Armstrong tók einnig þátt í rannsókn vegna Apollo 13 slyssins árið 1970. Neil Armstrong hefur átt í nokkrum málaferlum vegna nafn síns og persónu. Árið 1994 kærði hann fyrirtækið Hallmark Cards fyrir að framleiða jólakúlu með áletruninni "That's one small step for a man, one giant leap for mankind." Árið 2005 seldi svo rakari nokkur lokk úr hári Armstrongs fyrir 3000 dali sem jafngildir tæpum 200 þúsund krónum. Nokkur fyrirbæri hafa verið nefnd í höfuðið á honum og má þar nefna Armstrong-gíginn á tunglinu, Armstrong-vatn í Star Trek-þáttunum og nokkra skóla og söfn. Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Til hvers voru menn sendir til tunglsins? eftir Tryggva Þorgeirsson
- Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi? eftir Björn Brynjólf Björnsson
- Hvernig varð tunglið til? eftir Sævar Helga Bragason
- Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969? eftir Ritstjórn Vísindavefsins
- Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimararnir út? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur og Sævar Helga Bragason
- Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst í febrúar? eftir Sævar Helga Bragason
- Heimasíða NASA.
- Neil Armstrong á Wikipedia, the free encyclopedia.
- Myndin er fengin af Wikimedia Commons og er birt undir Creative Commons leyfi.
Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.