Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar veiðist pétursfiskur?

Jón Már Halldórsson

Pétursfiskur (Zeus Faber) hefur mjög mikla útbreiðslu. Hann er djúp- og miðsjávarfiskur og getur náð allt að 65 cm lengd. Hann er þunnvaxinn, hefur stóran haus og endastæðan kjaft. Út frá bakuggunum skaga langir broddar og áberandi dökkur blettur er á hvorri hlið.



Pétursfiskurinn er með langa brodda út frá bakugga og dökka bletti í hliðunum.

Pétursfiskurinn þykir herramannsmatur og er því talsvert veiddur víða á útbreiðslusvæði sínu. Sjálfsagt eiga veiðarnar sér afar langa sögu einkum við Miðjarðarhaf. Þar eru margar fornar sögur sem tengjast pétursfiskinum og þá sérstaklega sögur af Pétri postula sem hann dregur einmitt nafn sitt af. Dökkir hliðarblettir á fiskinum eru meðal annars sagðir vera fingraför Péturs.

Talsvert er einnig veitt af pétursfiski sem meðafla við strendur Vestur-Evrópu, til dæmis á Ermasundi. Fiskaflinn hefur aukist jafnt og þétt enda er sífellt verið að hefja veiðar á nýjum svæðum. Árið 2005 var heimsaflinn af pétursfiski rúmlega 11 þúsund tonn, en aðeins áratug áður var hann helmingi minni.



Hér sést útbreiðsla pétursfisks.

Pétursfiskur er nær undantekningalaust veiddur með botnvörpu og undanfarin ár hefur mestur afli komið frá hafsvæðum undan ströndum Vestur-Afríku, það er Marokkó, Senegal og Azoreyjum. Hann er einnig talsvert veiddur í Miðjarðarhafi, undan ströndum Ástralíu og Nýja-Sjálands og við Japanseyjar.

Þess má að lokum geta að ýsa hefur stundum verið kölluð pétursfiskur hér á landi, en ýsan og péturfiskurinn eru þó aðeins mjög fjarskyldir frændur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.8.2007

Spyrjandi

Unnur Björgvinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar veiðist pétursfiskur?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6770.

Jón Már Halldórsson. (2007, 22. ágúst). Hvar veiðist pétursfiskur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6770

Jón Már Halldórsson. „Hvar veiðist pétursfiskur?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar veiðist pétursfiskur?
Pétursfiskur (Zeus Faber) hefur mjög mikla útbreiðslu. Hann er djúp- og miðsjávarfiskur og getur náð allt að 65 cm lengd. Hann er þunnvaxinn, hefur stóran haus og endastæðan kjaft. Út frá bakuggunum skaga langir broddar og áberandi dökkur blettur er á hvorri hlið.



Pétursfiskurinn er með langa brodda út frá bakugga og dökka bletti í hliðunum.

Pétursfiskurinn þykir herramannsmatur og er því talsvert veiddur víða á útbreiðslusvæði sínu. Sjálfsagt eiga veiðarnar sér afar langa sögu einkum við Miðjarðarhaf. Þar eru margar fornar sögur sem tengjast pétursfiskinum og þá sérstaklega sögur af Pétri postula sem hann dregur einmitt nafn sitt af. Dökkir hliðarblettir á fiskinum eru meðal annars sagðir vera fingraför Péturs.

Talsvert er einnig veitt af pétursfiski sem meðafla við strendur Vestur-Evrópu, til dæmis á Ermasundi. Fiskaflinn hefur aukist jafnt og þétt enda er sífellt verið að hefja veiðar á nýjum svæðum. Árið 2005 var heimsaflinn af pétursfiski rúmlega 11 þúsund tonn, en aðeins áratug áður var hann helmingi minni.



Hér sést útbreiðsla pétursfisks.

Pétursfiskur er nær undantekningalaust veiddur með botnvörpu og undanfarin ár hefur mestur afli komið frá hafsvæðum undan ströndum Vestur-Afríku, það er Marokkó, Senegal og Azoreyjum. Hann er einnig talsvert veiddur í Miðjarðarhafi, undan ströndum Ástralíu og Nýja-Sjálands og við Japanseyjar.

Þess má að lokum geta að ýsa hefur stundum verið kölluð pétursfiskur hér á landi, en ýsan og péturfiskurinn eru þó aðeins mjög fjarskyldir frændur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...